top of page

UM FYRIRTÆKIÐ

Business BAZAAR rekur Business BAZAAR Brandhouse sem er heildverslun og Business BAZAAR Performance sem veitir sérfræðiþjónustu til fyrirtækja. Við vinnum með einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja ná hámarks árangri.  

Business BAZAAR sérhæfir sig í að veita framúrskarandi vörumerkjum tækifæri til vaxtar á nýjum mörkuðum. Við nýtum reynslu okkar á smásölumarkaði til að hjálpa vörumerkjum að vaxa. Þá störfum við með fyrirtækjum sem vilja ná framúrskarandi árangri, og auka upplifun viðskiptavina og starfsmanna.

 

Ef þú vilt fá meiri upplýsingar um vörur og þjónustu okkar þá hafið samband við business-bazaar@business-bazaar.com

Ef þú ert með vöru sem þig langar að veita vaxtartækifæri þá hafið samband við 

business-bazaar@business-bazaar.com

Það er ósk okkar að þú njótir þess að fræðast um það sem við höfum upp á að bjóða og okkar sýn á framtíðarmöguleika til árangurs. Við vonum að þú veljir okkur á vegferð þinni til vaxtar því við erum tilbúin að styðja þig alla leið.

 

STOFNANDI

Ingibjörg Einarsdóttir er viðskiptafræðingur frá Íslandi. Hún er með Bsc. prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur stundað nám í Alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði á meistarastigi við Háskóla Íslands og Copenhagen Business School.

Hún naut þeirra forréttinda að vera í stjórnunarstöðum og læra bestu starfshætti af mörgum af þeim verðmætustu og vel þekktu vörumerkjum, þar á meðal Coca-Cola, Pepsi, Nestlé, Merrild, Lavazza og mörgum fleiri. Hún býr yfir 20 ára reynslu í sölu og 18 ára stjórnendareynslu. Hún býr yfir víðtækri reynslu í sölu, fjármálum, rekstri, ráðgjöf, viðskipta- og teymisþjálfun og sem framkvæmdastjóri einnar stærstu heildverslunar landsins. Hún hefur NBI réttindi til að meta hugarfar og hæfni einstaklinga og teyma og er útskrifuð Executive Coach frá Coach U Inc, ásamt því að vera ACC vottaður stjórnendaþjálfi frá International Coaching Federation. Þá hefur hún sótt sérsniðið fagnám við

Háskólann í Reykjavík, Ábyrgð og árangur stjórnarmanna. Hún situr í stjórn Spænsk-Íslenska Viðskiptaráðsins.

Ingibjörg trúir á nýjar áskoranir og að markmiðum verði náð. Hún trúir því að það að vera sölumiðuð og árangursdrifin hafi hjálpað henni að vaxa sem eintaklingur og aukið færni hennar í atvinnulífinu. Hnattvæðing skapar öflugt umhverfi fyrir leiðtoga og fyrir fyrirtæki til að ná fram því besta og sækja tækifærin.

Henni þykir fátt skemmtilegra en að skapa tækifæri fyrir framúrskarandi vörumerki til að vaxa á nýjum mörkuðum. Allt sem við gerum er til að auka gæði og upplifun viðskiptavina og starfsmanna ásamt því að hjálpa einstaklingum og fyrirtækjum að ná hámarksárangri.

Hún stofnaði Business BAZAAR til að deila reynslu sinni og ástríðu fyrir að hjálpa öðrum að ná árangri.

Ingibjörg ólst upp í Reykjavík og hefur búið í Kaupmannahöfn og Vancouver. Í dag býr hún í Alicante og í Reykjavík og er eigandi Business BAZAAR.

IMG_8952_edited_edited.jpg

Moving FWD

bottom of page